Prentun á ál

Ef prentað er á burstað ál þá er það meðhöndlað og slípað áður en prentað er á það. Áferðin sem kemur við slípunina verður hluti af myndverkinu og gefur því listræna áferð.

Eftir prentun er hægt að lakka yfir með djúpu glansandi lakki eða hafa myndina ólakkað. Myndirnar afhendast með festingum, sem lyfta henni ca. 2 cm frá veggnum.