Fyrirtækið Fókus vel að merkja er prentverkstæði og grafísk vinnustofa í Hafnarfirði,
stofnað í mars 2003 af Ómari Svavarssyni og Rögnu Marteinsdóttur.

Markmið þeirra hefur ávalt verið að bjóða upp á persónulega og góða þjónustu ásamt vönduðum
vinnubrögðum. Þau eru bæði grafískir hönnuðir og listmálarar, með langa reynslu og gott auga.
Fókus er fyrst og fremst prentverkstæði og þar er lögð áhersla á vandaða prentun fyrir þá sem
gera kröfur. Fókus státar af Fatbed-prentara sem getur t.d. prentað hvítan lit og prentað á plötur úr áli,

plexiplasti, bylgjupappa og krossvið svo eitthvað sé nefnt.
Staðsetning – smelltu hér til að sjá götukort